Innlent

Hitabylgja nýtt til hins ítrasta

Snærós Sindradóttir skrifar
Þessar stelpur hoppuðu hæð sína á uppblásinni dýnu við Sundlaug Akureyrar í gær.
Þessar stelpur hoppuðu hæð sína á uppblásinni dýnu við Sundlaug Akureyrar í gær. Fréttablaðið/Auðunn Níelsson
Það var blíðskaparveður á Akureyri í gær og nutu heimamenn hitans sem fór upp undir tuttugu gráður yfir hádaginn.

Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði voru þessar stúlkur að leik á svokallaðri loftdýnu við Sundlaug Akureyrar á meðan aðrir gestir kældu sig í lauginni.

Sumaraukinn var fullnýttur af Akureyringum en grunnskólastarf fór að miklu leyti fram utandyra í tilefni veðurblíðunnar. Undir kvöldmat lá grilllyktin í loftinu enda fer hver að verða síðastur að nýta tækifærið til að standa við kolin. Að minnsta kosti fram að næsta sumri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×