Íslenski boltinn

Hermann og Þorvaldur ekki í leikbann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson og Þorvaldur Örlygsson.
Hermann Hreiðarsson og Þorvaldur Örlygsson. Vísir/Anton/Stefán
Þeir Hermann Hreiðarsson og Þorvaldur Örlygsson þurfa ekki að taka út leikbann vegna hegðun sinnar en málum þeirra var vísað til aganefndar KSÍ.

Fjallað var um mál beggja í fjölmiðlum. Máli Þorvaldar, sem þjálfar Keflavík, var vísað til aganefndar eftir að hann sló Reyni Leósson, þjálfara HK, í punginn eftir leik liðanna.

Sjá einnig: Þorvaldur virðist kýla Reyni í punginn

Þá tók Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik liðanna í Pepsi-deild karla. Eftir að atvikið kom upp sakaði stjórnarmaður knattspyrnudeildar Fylkis fjölmiðla um að hafa Hermann sem skotspón.

Sjá einnig: Hermann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik: „etta lýsir honum vel

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði báðum málum til aganefndar og voru Fylkir og Keflavík sektuð um 75 þúsund krónur hvort vegna framkomu þjálfara liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×