Fótbolti

Helgi tekinn við liði í efstu deild í Austurríki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Kolviðsson í leik með íslenska landsliðinu.
Helgi Kolviðsson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
Íslendingar eiga nú þjálfara í austurrísku úrvalsdeildinni í fótbolta því Helgi Kolviðsson, fyrrum landsliðsmaður, var í gær ráðinn þjálfari Wiener Neustadt.

Wiener Neustadt er í neðsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af fyrri hlutanum. Heimo Pfeifenberger hætti með liðið fyrir tveimur vikum en forráðamenn félagsins tóku sér góðan tíma í að finna eftirmann Pfeifenberger .

Helgi er 43 ára gamall og spilaði á sínum tíma 154 leiki í austurrísku deildinni fyrir Austria Lustenau og FC Kärnten. Helgi spilaði einnig í Þýskalandi með 1. FSV Mainz 05 og SSV Ulm.

Samningur Helga og Wiener Neustadt er til enda tímabilsins en með möguleika á framlengingu til ársins 2016.

Helgi þjálfaði hjá austurríska b-deildarliðinu Austria Lustenau frá 2011 þangað til að hann hætti með liðið í byrjun október eftir slaka byrjun á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×