Innlent

Helgarveðrið á Austfjörðum: Útlit fyrir hæglætisveður

Atli Ísleifsson skrifar
Úr Atlavík.
Úr Atlavík. Vísir/Vilhelm
Útlit er fyrir hæglætisveður á Austfjörðum um helgina en hátíðin Neistaflug fer fram á Neskaupsstað eins og undanfarin ár.

Teitur Arason hjá Veðurstofunni segir að ekki sé spáð úrkomu fyrir austan.

„Óvissan í spánni fyrir Austfirði er varðandi skýjahuluna. Eitthvað ætti að sjást til sólar flesta daga og þegar það gerist nær hitinn að þokast uppfyrir 10 stigin, en meðan það er skýjað verður hitinn rétt undir 10 stigum,“ segir Teitur.


Tengdar fréttir

Hvað ætlar þú að gera um helgina?

Mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×