Íslenski boltinn

Heimir vill halda samningslausu leikmönnunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimur Guðjónsson.
Heimur Guðjónsson. Vísir/Daníel
Heimur Guðjónsson, þjálfari FH, vill ekki missa þrjá leikmenn liðsins sem voru að renna út á samningu en það eru þeir Atli Viðar Björnsson, Guðjón Árni Antoníusson og Ólafur Páll Snorrason voru allir með lausa samninga eftir tímabilið.

Vísir ræddi við Heimir í dag í tilefni af félagsskiptum Finns Orra Margeirssonar í FH en viðtal við bæði Finn og Heimi verða síðan í Fréttablaðinu á morgun.

„Við þurfum fyrst að líta á þá leikmenn sem við eigum eftir að semja við menn; Ólaf Pál, Guðjón Árna og Atla Viðar. Við lítum svo á að það séu næstu skref hjá okkur að semja við þá, Ég vil halda þeim öllum," sagði Heimir.

Atli Viðar lét hafa það eftir sér að hann væri alvarlega að íhuga það að yfirgefa FH en hann er bæði leikjahæsti og markahæsti leikmaður FH í efstu deild.

„Það er ósköp eðlilegt að menn íhugi sína stöðu og það er ekkert sem angrar okkur. Við lítum svo á málið að Atli Viðar er erlendis og þegar hann kemur til baka þá munum við setjast niður," sagði Heimir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×