Fótbolti

Heimir: Líf strákanna mun breytast með sigri á Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Vísir/EPA
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að leikurinn gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í morgun sé gríðarlega stór stund fyrir íslenska knattspyrnu.

„Við höfum sagt það að fyrir þessa stráka í íslenska landsliðinu er þessi leikur „win-win“,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum í dag.

„Þeir hafa nú þegar unnið hug og hjörtu allra Íslendinga fyrir frammistöðu sína í leikjunum á EM. Það er alveg ljóst að með góði frammistöðu gegn Englandi á morgun munu þeira koma út sem sigurvegarar, sama hvernig fer.“

En hann segir að það muni svo breyta öllu ef að íslensku strákunum tekst að leggja Englendinga að velli á morgun.

„Ef við vinnum England, þá mun líf leikmannanna breytast og okkar allra. Íslenskur fótbolti mun gengishækka og mun breytast hvernig talað verður um hann. Það verður öðruvísi í framtíðinni.“

„Það er oft sagt að ef þú vilt fá það besta úr lífinu þá þarftu að vera tilbúinn þegar tækifærið kemur. Og tækifærin verða ekki stærri en þetta. Þetta er þeirra svið og ef þeir spila vel úr þessu tækifæri þá högnumst við öll á því.“

„En strákarnir verða sigurvegarar ef við eigum góða frammistöðu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×