Lífið

Hefur samið yfir tvö þúsund spurningar fyrir Gettu betur en þessi er sú besta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Steinþór Helgi Arnsteinsson spurningahöfundur.
Steinþór Helgi Arnsteinsson spurningahöfundur. Vísir/Daníel
„Hveiti, hveiti, hveiti sagði Guffi...“ eru upphafsorðin í spurningu sem Steinþór Helgi Arnsteinsson, spurningahöfundur í Gettu betur undanfarin þrjú ár, fullyrðir að sé sú besta og skemmtilegasta sem hann hefur samið. Hann áætlar að hafa samið rúmlega tvö þúsund spurningar á keppnistímabilunum þremur.

Spurningin var borin upp í síðasta þætti Gettu betur þar sem MR lagði FG 37-15 og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Hvorugt liðið gerði þó tilraun til þess að svara spurningunni.

Steinþór upplýsir í samtali við Vísi að hann hafi reyndar samið spurninguna fyrir keppni í fyrra. Þá hafi hún hins vegar verið tekin út á síðustu stundu þar sem keppnin þótti of þung.

Ekki verður sagt nánar frá því um hvað spurningin fjallar heldur lesendum gefinn kostur á að spreyta sig á spurningunni hér að neðan.

Per:Segulsvið fær hér skemmtilega meðferð í síðasta Gettu Betur þætti. Hvernig stendur á því að þessir pjakkar þekkja ekki betur til. #gettubetur

Posted by Ólafur Örn Josephsson on Monday, February 8, 2016





Fleiri fréttir

Sjá meira


×