Innlent

Hefur aldrei séð fleiri í brekkunni á föstudegi

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill mannfjöldi er nú saman kominn í Herjólfsdal líkt og fyrri ár um verslunarmannahelgi.
Mikill mannfjöldi er nú saman kominn í Herjólfsdal líkt og fyrri ár um verslunarmannahelgi.
Birgir Guðjónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segist aldrei hafa séð fleiri í brekkunni á föstudagskvöldi um verslunarmannahelgi, en mikill mannfjöldi er nú saman kominn í Herjólfsdal.

„Ég gæti vel trúað því að það séu í kringum ellefu þúsund manns í Herjólfsdal þessa stundina. Ég hef ekki áður séð svona margt fólk á föstudagskvöldi. Svo kemur fleira fólk á morgun og á sunnudag. Þetta lítur vel út og veðurspáin okkur hagstæð,“ segir Birgir.



Birgir segir í samtali við Vísi að gott hljóð sé fólki enda ekki annað hægt. „Þetta gengur ljómandi vel og brekkan er stútfull.Kvöldvakan er á fullu og það er þétt setin brekkan. Ég hef sjaldan séð svona þétt setna brekku á föstudagskvöldi. Það er hellingur af fólki komið.“

Hann segir veðrið vera mjög milt og algert logn í dalnum. „Kaleo var að klára og Baggalútur er að byrja. Svo var Jón Jónsson að taka Þjóðhátíðarlagið fyrr í dag og tekur það eflaust aftur fyrir brennu. Þetta er stanslaus gleði. Mjög vel heppnað og fer mjög vel fram,“ segir Birgir og bætir við að veðrið sé gott og rólegt yfir fólki. Fólk sitji í brekkunni og njóti þess sem boðið er upp á.



Þegar Vísir heyrði í lögreglunni í Vestmannaeyjum rétt fyrir klukkan 23 nú á föstudagskvöldinu var sagt að þjóðhátíðin hafi farið vel fram það sem af er og enginn verið færður í fangageymslu.

V'isir/Kolbeinn Tumi
Vísir/Kolbeinn Tumi
Vísir/Kolbeinn Tumi
Vísir/Kolbeinn Tumi
Vísir/Kolbeinn Tumi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×