Fótbolti

Haukur Heiðar lagði upp mark í baráttunni um Stokkhólm

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Heiðar í leik með KR.
Haukur Heiðar í leik með KR. vísir/daníel
Haukur Heiðar Hauksson lagði upp annað mark AIK í 2-2 jafntefli gegn Djurgården í nágrannaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Niles-Eric Johansson kom AIK yfir á þriðju mínútu og Mohammed Bangura tvöfaldaði forystuna mínútu fyrir hlé eftir stoðendingu frá Hauki Heiðari Haukssyni.

Kerim Mrabti minnkaði muninn fyrir Djurgården á 54. mínútu og hann var aftur á ferðinni á þeirri 83. þegar hann jafnaði metin.

Lokatölur urðu 2-2, en rúmir 27 þúsund voru mættir á völlinn og stemningin var rosaleg. Hlé þurfti að gera á leiknum um tíma vegna óeirða stuðningsmanna.

Djurgården er í þriðja sætinu með tuttugu stig, en AIk er í því sjötta með sextán. Haukur Heiðar spilaði allan leikinn fyrir AIK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×