Innlent

Hátíð kvenna í borgarstjórn

VÍSIR/GETTY
Hátíðarfundur kvenna í borgarstjórn verður haldinn í dag klukkan 14.00. Fundurinn er hluti af hátíðahöldum borgarinnar vegna hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna. Þessi dagsetning varð fyrir valinu því þann 31. mars árið 1863 kaus fyrsta konan til sveitarstjórnar á Íslandi.

Á fundinum munu sitja fimmtán efstu konur í borgarstjórn, auk borgarritara, sem er staðgengill borgarstjóra við þetta tilefni.

Reykjavíkurborg mun standa fyrir 100 viðburðum í tilefni þess að öld er liðin frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×