Innlent

Háskóli Íslands kemst ekki á lista yfir 300 bestu háskóla í heimi

Listinn raðar þrjúhundruð háskólum heimsins eftir ákveðnum kúnstarinnar reglum og kemst Háskóli Íslands ekki á blað.
Listinn raðar þrjúhundruð háskólum heimsins eftir ákveðnum kúnstarinnar reglum og kemst Háskóli Íslands ekki á blað. vísir
Af sex bestu háskólum heimsins eru fjórir í Bretlandi. Þetta kemur fram í árlegri könnun sem kölluð er QS listinn og er sögð sú ítarlegasta af nokkrum slíkum sem gerðar eru á hverju ári. 

Í frétt um málið í breska blaðinu Guardian segir að besti skólinn samkvæmt listanum að þessu sinni sé MIT skólinn í Massachusetts í Bandaríkjunum og heldur hann efsta sætinu frá því í fyrra.

Þar á eftir koma síðan bresku skólarnir Cambridge og Imperial College London, sem deila öðru sæti. Síðan er það Harvard og Oxford og University College London. Raunar deila þeir tveir síðastnefndu fimmta sætinu.

Breskir skólar hafa aldrei komið jafnvel út úr þessari könnun eins og nú en hún hefur verið tekin saman síðastliðinn áratug. Auk ofangreindu skólanna komast fjórir aðrir breskir skólar á listann yfir þrjátíu bestu skóla heimsins.

Listinn raðar þrjúhundruð háskólum heimsins eftir ákveðnum kúnstarinnar reglum og kemst Háskóli Íslands ekki á blað. Norðurlöndin eiga þó nokkra skóla á meðal þeirra hundrað bestu.

Háskólinn í Kaupmannahöfn lendið í fertugasta og fimmta sæti og Háskólinn í Lundi í Svíþjóð í því sextugasta. Háskólinn í Helsinki vermir sæti númer 67 og nokkru neðar, eða í 101 sæti lendir Háskólinn í Osló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×