Íslenski boltinn

Haraldur Björnsson samdi við Stjörnuna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Haraldur Björnsson er kominn í blátt.
Haraldur Björnsson er kominn í blátt. mynd/stjarnan
Fótboltamarkvörðurinn Haraldur Björnsson er genginn í raðir Stjörnunnar í Pepsi-deild karla en frá þessu er greint á Facebook-síðu Garðabæjarliðsins.

Haraldur er 27 ára gamall fyrrverandi U21 árs landsliðsmarkvörður en hann spilaði leik fyrir A-landsliðið í janúar á þessu ári.

Haraldur var nú síðast á mála hjá Lilleström í Noregi en hann var þar áður hjá Östersund í Svíþjóð og Sarpsborg í Noregi. Hann á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands og þá var hann aðalmarkvörður á EM U21 árs í Danmörku 2011.

Markvörðurinn er uppalinn Valsmaður og fór þaðan í atvinnumennsku en honum verður nú ætlað að fylla í skarð Duwayne Kerr sem yfirgaf Stjörnuna áður en tímabilinu lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×