Lífið

Hanson bræðurnir ekki dauðir úr öllum æðum: Stórbrotinn flutningur á þeirra vinsælasta lagi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hanson-bræðurnir voru virkilega vinsælir.
Hanson-bræðurnir voru virkilega vinsælir.
Hanson bræðurnir hafa gert það gott í tónlistinni um langt skeið og það muna eflaust margir eftir þessum dúllum sem komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1992. Bandið sló rækilega í gegn árið 1997 þegar lagið MMMBop kom út og gerði raun allt vitlaust.

Frá árinu 2007 hafa þremenningarnir starfað við það að koma fram og halda tónleika. Hanson bræðurnir hafa selt yfir 16 milljónir platna um heim allan en í sumar komu þeir fram og tóku órafmagnaða útgáfu af laginu MMMBop, og gerðu það frábærlega.

Myndbandinu var hlaðið inn á YouTube í sumar en er núna að dreifa sér um samfélagsmiðlana á fullri ferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×