Fótbolti

Hannes: Ég er stoltur Halldórsson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson og faðir hans Halldór Þórarinsson.
Hannes Þór Halldórsson og faðir hans Halldór Þórarinsson. Vísir/Vilhelm
Hún var eftirminnileg stundin þegar Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, fór og faðmaði föður sinn í stúkunni á Allianz Riviera leikvanginum í Nice eftir á Íslandi hafði unnið England í sextán liða úrslitunum á EM í Frakklandi.

Hannes hefur nú gert gott betur því hann hrósar föður sínum mikið á fésbókarsíðu sinni í dag.

Hannes segir að þar fari bæði fyrirmynd hans og hans dyggasti stuðningsmaður.

Faðir Hannesar er Halldór Þórarinsson en Hannes segir frá því að faðir hans hafi fjórum sinnum farið 90 kílómetra á skíðum, hjólað 1400 kílómetra í kringum Ísland og klárað 57 kílómetra maraþon tvisvar.

Hannes endar á þessum orðum: „Hann er faðir minn og ég er stoltur Halldórsson."

Ég er vissum að Halldór faðir hans sé líka með stoltustu mönnum í heimi þessa dagana enda hefur Hannes staðið sig frábærlega í marki íslenska liðsins á EM í Frakklandi.

Það þarf heldur líka bara að skoða gengi íslenska liðsins, þegar Hannes er í markinu og þegar hann er ekki í markinu, til að átta sig á mikilvægi hans.

Hér fyrir neðan er færsla Hannesar.



Tónlistamaðurinn Jón Ragnar Jónsson sem er nýhættur í fótboltanum setti líka inn magnað myndband með Hannesi á fésbókarsíðu sína.

Hannes setti saman flotta N1-auglýsingu fyrir Evrópumótið og notaði þar lag Jóns: „Gefðu allt sem þú átt."

„Ég er svo heppinn að þekkja nokkra í liðinu og veit hversu mikið þeir hafa lagt á sig til að uppskera slíkan árangur. Einn af mínum góðu vinum er Hannes Þór Halldórsson sem vægast sagt hefur slegið í gegn í Frakklandi," segir Jón Ragnar meðal annars í færslu sinni sem sjá má hér fyrir neðan.




Tengdar fréttir

Bræður okkar ljónshjarta

Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×