Innlent

Handtóku manninn sem tilkynnti um hnífamann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Reglulega eru haldnar æfingar þar sem líkt er eftir atburðum úti í heimi.
Reglulega eru haldnar æfingar þar sem líkt er eftir atburðum úti í heimi. mynd/lögreglan
Fjölmennt lið lögreglu, bæði af höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar, handtók mann á þrítugsaldri um eittleytið í nótt í Bryggjuhverfinu í Reykjavík. Í þrjár klukkustundir hafði lögregla leitað að manni vegna tveggja tilkynninga.

Annars vegar frá íbúa um alvarlegar hótanir sem honum höfðu borist símleiðis og hins vegar tilkynning um mann í Bryggjuhverfinu, vopnaður hnífi. Tilkynningarnar voru metnar alvarlegar og viðbúnaður lögreglu í samræmi við það eins og segir í skeyti frá lögreglu til fjölmiðla.

Fór svo að lögregla handtók þann sem tilkynnti um mann vopnaðan hníf í hverfinu. Nánari upplýsingar fást ekki hjá lögreglu að svo stöddu.  Hann er á þrítugsaldri en var óvopnaður þegar hann var handtekinn. 

Aðgerðir lögreglu fólust meðal annars í því að lokað var tímabundið fyrir umferð á svæðinu meðan leit stóð yfir og sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang. Hættuástandi var aflétt um eittleytið í gærkvöldi og bíður hinn handtekni yfirheyrslu.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×