Innlent

Handtaka á Hverfisgötu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá handtöku mannsins í Traðarkotssundi við Hverfisgötu.
Frá handtöku mannsins í Traðarkotssundi við Hverfisgötu. Vísir/Ernir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitarmenn vinna nú hörðum höndum að því að hafa uppi á mönnunum sem frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans við Borgartún.

Var einn maður handtekinn rétt fyrir klukkan hálf fjögur í dag á Hverfisgötu en skömmu fyrr héldu lögreglumenn inn á bar við Hverfisgötu 46.

Lögregla vill ekki staðfesta hvort handtakan tengist bankaráninu í Borgartúni.

Uppfært klukkan 15:53

Samkvæmt heimildum Vísis mun ekki vera bein tenging á milli bankaránsins við Borgartún og handtökunnar á Hverfisgötu.

Sérsveitarbíll lögreglu fyrir utan bar við Hverfisgötu á fjórða tímanum.vísir/Lillý Valgerður

Tengdar fréttir

Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð

Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag.

Bankarán í Borgartúni

Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×