Lífið

Hafðir þú tekið eftir þessari tengingu milli Home Alone og Friends?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það hafa allir séð Friends og Home Alone en enginn tók væntanlega eftir þessu.
Það hafa allir séð Friends og Home Alone en enginn tók væntanlega eftir þessu.
Gamanþættirnir Friends njóta ennþá gríðarlegrar vinsældra og horfa milljónir manna á þættina daglega. Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja Íslendingar þættina vel.

Fyrsta Home Alone myndin kom út árið 1990 og hefur hún verið ein allra vinsælasta jólamyndin síðan þá. Tveimur árum síðar kom síðan út Home Alone 2 og varð hún einnig álíka vinsæl. Friends og Home Alone eru bæði klassík en það sem kemur skemmtilega á óvart er að ákveðin tenging er á milli þáttanna og jólamyndanna.

Þetta hefur YouTube-síðan 22 Vision fundið út en í síðustu þáttaröðinni í Friends keyptu Monica og Chandler hús. Hús sem sást fyrst í sjónvarpi árið 1990, einmitt þegar fyrsta Home Alone myndin kom út. Jú, þetta er sama húsið eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×