Lífið

Hafa lagt undir sig Dam torgið í Amsterdam | Fylgstu með íslensku stuðningsmönnunum í beinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Okkar fólk er löngu mætt á barinn.
Okkar fólk er löngu mætt á barinn. vísir
Um þrjú þúsund stuðningsmenn íslenska landsliðsins verða í Amsterdam í dag en framundan er leikur Hollands og Íslands í undankeppni EM 2016 klukkan 18:45 í kvöld.

Góður hópur stuðningsmannanna voru mættir í gær og hafa þeir sett svip sinn á borgina. Íslendingarnir hafa komið sér fyrir á Dam-torginu í borginni og er heimavöllur þeirra Euro-pub barinn við torgið.

Hér að neðan má sjá stuðningsmennina á Snapchat, bæði í gegnum Novaisland og tolfan snappið.

Vísir í samvinnu við Watchbox mun fylgjast grannt með gangi mála í Hollandi og það á öllum vígstöðum.

Einnig má horfa á beina útsendingu úr vefmyndavél sem staðsett er við torgið. Hún breytir stundum um sjónarhorn og má þá sjá Íslendingana í góðu fjöri. Áfram Ísland!



The Amsterdam Saga - Chapter Four. Þetta verður eitthvað!

Posted by Friðrik Ármann Guðmundsson on 3. september 2015
Hér má sjá beina útsendingu úr vefmyndavélinni á Dam torginu í Amsterdam. Hér er samansafn af tístum sem birt eru undir merkjunum #tolfan, #tolfankemur og #holisl.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×