Innlent

Gylfi heldur til náms í lögregluháskóla FBI

Atli Ísleifsson skrifar
Gylfi H. Gylfason, lögreglufulltrúi í greiningardeild ríkislögreglustjóra.
Gylfi H. Gylfason, lögreglufulltrúi í greiningardeild ríkislögreglustjóra. Mynd/Embætti ríkislögreglustjóra
Gylfi H. Gylfason, lögreglufulltrúi í greiningardeild ríkislögreglustjóra, mun næstu þrjá mánuði stunda nám við lögregluháskóla FBI (FBI National Academy) í Quantico í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum.

Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að námið sé ætlað stjórnendum í lögreglu og helsta markmið þess sé að auka þekkingu nemenda og gera þá betur í stakk búna til að takast á við flókin löggæsluverkefni og tryggja góð alþjóðleg samskipti löggæslustofnana á heimsvísu.

„Nám þetta er í samvinnu við háskólann í Virginíufylki. Lögregluháskóli FBI er þekktur á alþjóðavettvangi fyrir þetta nám en þar er meðal annars kennd stjórnun, aðferðafræði við rannsóknir afbrota, afbrotafræði og margt fleira, auk líkamsþjálfunar,“ segir í tilkynningunni.

Gylfi er níundi íslenski lögreglumaðurinn sem leggur stund á nám við skólann, en áður hafa eftirtaldir lögreglumenn lokið þessu námi:



  • Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins (1985)
  • Guðmundur Guðjónsson fyrrv. yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (1993)
  • Gunnar Jóhannsson lögreglufulltrúi hjá lögreglustjóranum á Akureyri (1995)
  • Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og tengslafulltrúi Íslands hjá Europol (1999)
  • Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (2000)
  • Berglind Kristinsdóttir lögreglufulltrúi hjá sérstökum saksóknara (2004)
  • Sveinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn hjá sérstökum saksóknara (2007)
  • Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins (2012)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×