Íslenski boltinn

Gunnleifur: Tók vel á því í upphituninni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag. Fréttablaðið/Pjetur

„Er ég ekki örugglega maður leiksins?" sagði markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hress og kátur eftir 4-0 sigurinn gegn Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í dag.

Gunnleifur hefur nú oftast haft meira að gera en í leiknum í dag. "Það er óhætt að segja það. Ég reyndar tók vel á því í upphituninni með Bjarna (Sigurðssyni markmannsþjálfara) svo ég fékk fullt út úr þessu. Það er alltaf sterkt að vinna sama hverjir mótherjarnir eru," sagði Gunnleifur.

„Við erum búnir að halda markinu hreinu fjóra leiki í röð og það er bara jákvætt. Andorra reyndi varla að sækja en við vissum að þeir myndu múra fyrir og hefðum við ekki náð að skora í fyrri hálfleik gætum við hafa lent í vandræðum."

„Við þurftum að sýna ákveðna þolinmæði en svona eru bara sumir leikir," sagði Gunnleifur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×