Íslenski boltinn

Gunnar Már: Þetta var klárt víti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir
Fjölnir og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í kvöld þar sem Gunnar Már Guðmundsson skoraði mark heimamanna, sem stýrðu leiknum lengst framan af.

En Íslandsmeistararnir komust betur inn í leikinn eftir því sem leið á hann og uppskáru jöfnunarmark þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. En Gunnar Már komst stuttu síðar í dauðafæri sem hann nýtti ekki og vildi hann meina að það hefði verið brotið á sér.

„Það er farið aftan í fótinn þegar ég sveifla honum til að sparka. Ég veit ekki hvort það var sparkað í mig eða hann hlaupi bara á mig en þetta var klár snerting og klárt víti.“

„Fæst orð bera minnsta ábyrgð í þessu. Maður má víst ekki segja neitt.“

„Það er hundleiðinlegt að gera jafntefli. Maður fær ekkert úr þeim. Við höfum verið að klúðra niður leikjum núna og í rauninni verið að kasta öllum möguleikum frá okkur.“

Nánari umfjöllun og fleiri viðtöl má finna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×