Innlent

Guðni hljóp með friðarkyndilinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Í gær hljóp forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðurshring með Sri Chinmoy heimseiningar friðarhlaupinu.
Í gær hljóp forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðurshring með Sri Chinmoy heimseiningar friðarhlaupinu. Mynd/Apaguha Vesely
Íslenskir þingmenn úr öllum flokkum sameinuðust um friðarkyndil Sri Chinmoy heimseiningar friðarhlaupsins í gær og réttu friðarkyndilinn til Grænlendinga. Friðarhlaupið fer fram í Grænlandi í fyrsta skipti, hefst í dag og stendur í viku.

Inga Dóra Markussen tók við friðarkyndlinum fyrir hönd Grænlendinga. Inga Dóra hljóp svo nokkur táknræn skref fyrir frið ásamt íslensku þingmönnunum, Laufeyju Haraldsdóttur aðalskipuleggjanda friðarhlaupsins og hlaupurum Sri Chinmoy heimseiningar friðarhlaupsins. Níu manns frá átta mismunandi löndum munu fara til Grænlands til að taka þátt í viðburðinum að því er segir í tilkynningu.

Þingmennirnir sem tóku þátt.Mynd/Apaguha Vesely
Margt verður um viðburði á Grænlandi og mun friðarhlaupið m.a. heimsækja alla skóla í Nuuk, auk þess sem Nuuk verður útnefnd Sri Chinmoy friðarhöfuðborg og slæst þar í hóp með Reykjavík, Osló, Stokkhólmi, Ottawa og fleiri borgum.Grænland slæst þar með í hóp meira en 150 landa sem tekið hafa þátt í hlaupinu frá því Sri Chinmoy stofnaði það árið 1987.

Íslensku þingmennirnir tóku sér stund til að leggja fram sínar óskir um frið í heimi og góðir óskir til Grænlands, en Sri Chinmoy stofnaði hlaupið einmitt í þeim tilgangi að tengja saman menn og menningarheima í friði, sátt og samlyndi.

Íslensku þingmennirnir sem tóku þátt:

Ásmundur Friðriksson fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Ásta Guðrún Helgadóttir fyrir Pírata

Katrín Jakobsdóttir fyrir Vinstri græn

Oddný G. Harðardóttir fyrir Samfylkinguna

Páll Valur Björnsson fyrir Bjarta framtíð

Willum Þór Þórsson fyrir Framsóknarflokkinn

Í gær hljóp forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðurshring með Sri Chinmoy heimseiningar friðarhlaupinu.

Inga Dóra og Laufey ásamt þingmönnunum og fleirum.Mynd/Apaguha Vesely



Fleiri fréttir

Sjá meira


×