Íslenski boltinn

Guðmundur tekur við af Ólafi Páli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur ásamt Ágústi Gylfasyni, þjálfara Fjölnis, og Árna Hermannssyni, formanni knattspyrnudeildar félagsins.
Guðmundur ásamt Ágústi Gylfasyni, þjálfara Fjölnis, og Árna Hermannssyni, formanni knattspyrnudeildar félagsins. mynd/fjölnir
Guðmundur Steinarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis í Pepsi-deild karla.

Guðmundur tekur við starfinu af Ólafi Páli Snorrasyni sem fór til FH að síðasta tímabili loknu.

Guðmundur lék lengst af með Keflavík á sínum leikmannaferli en hann er markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild. Á árunum 2014-16 þjálfaði Guðmundur lið Njarðvíkur í 2. deild.

Fjölnir náði sínum besta árangri í sögu félagsins þegar það endaði í 4. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×