Íslenski boltinn

Guðmann til KA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmann í gulu treyjunni.
Guðmann í gulu treyjunni. mynd/ka
Varnarmaðurinn Guðmann Þórisson er genginn í raðir 1. deildarliðs KA og mun leika með liðinu á komandi tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Guðmann kemur á láni frá Íslandsmeisturum FH en KA á svo forkaupsrétt á honum að tímabilinu loknu.

Guðmann varð Íslandsmeistari með FH í fyrra en missti mikið úr vegna meiðsla. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki og varð bikarmeistari með liðinu 2009.

Eftir tvö ár í Noregi gekk Guðmann svo til liðs við FH 2012 og varð Íslandsmeistari með Fimleikafélaginu það ár. Guðmann lék með Mjällby í Svíþjóð 2014 en sneri aftur til FH fyrir síðasta tímabil.

Guðmann kemur til með að styrkja lið KA gríðarlega en KA-menn hafa fengið sterka leikmenn til liðsins í vetur. KA endaði í 3. sæti 1. deildar í fyrra en liðið hefur ekki leikið í efstu deild síðan 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×