Innlent

Guðlaugur Þór með spelku á fundi með forseta Rússlands eftir skíðaslys

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðlaugur Þór á fundi með forseta Íslands og forseta Rússlands.
Guðlaugur Þór á fundi með forseta Íslands og forseta Rússlands.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti fundi með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni nú fyrir skömmu. Þar voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd, viðskipti og ýmis alþjóðamál, þar á meðal innflutningsbann Rússa á íslenskar vörur og norðurslóðamál.

Sjá einnig: Guðni og Putin funda í Arkhangelsk

Utanríkisráðuneytið deildi mynd af fundinum á Facebook-síðu ráðuneytisins en þar má sjá Guðlaug Þór með spelku utan um vinstra hnéð.

Aðstoðarmaður Guðlaugs segir hann hafa lent í slysi á skíðum fyrir skömmu þar sem hann reif liðþófa og sleit krossband á vinstra hné og þarf því að notast við spelku sem stendur.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem meiðsli íslenskra ráðherra vekja athygli á erlendri grundu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, var til dæmis í ósamstæðum skóm á fundi með Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, á fundi með leiðtogum Norðurlanda í Stokkhólmi árið 2013.

Sigmundur Davíð var í spariskóm á hægri fæti en Nike íþróttaskóm á þeim vinstri sökum bólgu vegna sýkingar. 

Sigmundur Davíð í ósamstæðum skóm á fundi með leiðtogum Norðurlanda og þáverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama.Vísir

Tengdar fréttir

Í ósamstæðum skóm á fundi með Obama

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var í ósamstæðum skóm á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta vegna bólgu sökum sýkingar í fæti. Var hann í spariskóm á hægri fæti en Nike íþróttaskóm á þeim vinstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×