Fótbolti

Guardiola: Þurfum að bregðast við meiðslum Martínez

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Pep Guardiola og Philipp Lahm.
Pep Guardiola og Philipp Lahm. Vísir/Getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Bayern Munchen, staðfesti að félagið væri að leitast eftir leikmanni til að fylla skarð Javi Martínez í vetur.

Martínez sleit krossbönd í leik Bayern og Dortmund í þýska Ofurbikarnum fyrir viku síðan og hefur það verið staðfest að hann muni missa af næstkomandi tímabili.

Guardiola hafði þegar gefið út að félagið myndi ekki bæta við sig leikmönnum eftir að gengið var frá kaupunum á spænska markverðinum Pepe Reina en annar tónn var í Guardiola í gær.

„Við þurfum að bregðast við, við þurfum á leikmanni að halda og við erum með nokkur skotmörk í huga. Við þurfum að greina þetta betur áður en við tökum ákvörðun en við munum bæta við okkur leikmanni til að fylla í skarð Javi,“ sagði Guardiola.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×