Gréta Salóme fer í Eurovision

 
Lífiđ
22:45 20. FEBRÚAR 2016
Lagiđ Hear Them Calling verđur framlag Íslendinga í Eurovision í ár.
Lagiđ Hear Them Calling verđur framlag Íslendinga í Eurovision í ár. MYND/PRESSPHOTOS

Lagið Hear THem Calling verður framlag Íslendinga í Eurovision í ár. Lagið er flutt af Grétu Salóme Stefánsdóttur og er eftir hana sjálfa en hún samdi einnig texta lagsins.

Gréta Salóme atti kappi í einvígi við Öldu Dís með lagið Now en þangað komust þær með atkvæðum frá dómnefnd sem hafði helmingsvægi á móti símakosningu áhorfenda. Afar mjótt var á munum í fyrri kosningunni en aðeins munaði 78 atkvæðum á lögunum.

Gréta Salóme hefur áður flutt framlag Íslands í Eurovision en árið 2012 fór hún út fyrir Íslands hönd ásamt Jóni Jósepi Sveinbjörnssyni, betur þekttum sem Jónsa í svörtu fötum. Lagið Never forget komst upp úr undanúrslitinum og hafnaði í 2ö sæti með 46 stig.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi. Fyrri undanriðillinn fer fram 10. maí en sá seinni 12.maí. Úrslitin verða laugardaginn 14. maí og verður spennandi að sjá hvort Íslendingar munu eiga fulltrúa þar. Þetta er 61. sinn sem Eurovison-keppnin er haldin en hún fór fram í fyrsta skiptið í Sviss 24. maí árið 1956.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Gréta Salóme fer í Eurovision
Fara efst