Innlent

Greiðfærir vegir um mest allt land

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Vegir eru nú greiðfærir um mest allt land en hálkublettir eru víða á fjallvegum. Þá eru hálkublettir og éljagangur á Grindavíkurvegi og á Lyngdalsheiði. Norðlægar áttir munu smám saman ná yfirhöndinni með ofankomu og kólnandi veðri.

Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir og éljagangur er á milli Kirkjubæjarklausturs og Öræfa. Þoka er víða á landinu.

Eftir hádegi mun snúa í suðvestan 8-15 m/s með skúrum eða éljum. Fyrst sunnanlands en hægari norðaustanátt og úrkomulítið fyrir norðan eftir degi. Í kvöld mun hvessa og bæta í úrkomu austan til. Kólnar í veðri.

Þá er spáð vaxandi NA-átt á morgun og él fyrir norðan. 10-18 m/s seinnipartinn og hvassast á Vestfjörðum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Norðaustan 5-13 m/s, en norðvestlægari A-til. Bjart með köflum SV- og V-lands, annars él. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust syðst.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:

Norðaustlæg átt, allhvöss á köflum og él, en þurrt og bjart að mestu S- og V-lands. Kalt í veðri.

Á miðvikudag:

Stíf norðaustlæg átt og snjókoma eða slydda A-lands, annars hægari vindur og él. Áfram kalt í veðri.

Frekari upplýsingar um færð má finna á vef Vegagerðarinnar. Þá má finna frekari upplýsingar um veður og spár á vef Veðurstofu Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×