Lífið

Græddi trampólín í fellibyl

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekki var allt sem sýndist í myndbandinu. Það reyndist spilað aftur á bak.
Ekki var allt sem sýndist í myndbandinu. Það reyndist spilað aftur á bak.
Fellibylurinn Irma hafði skelfilegar afleiðingar á dögunum og eiga flestir fellibylir það sameiginlegt að eyðileggja hús, bíla, eigur fólks og jafnvel taka mannslíf. Í tilfelli Irmu létust hátt í fjörutíu manns þegar hann gekk yfir Karabíahafið og Bandaríkin.

Nokkuð sérstakt myndband á Facebook hefur vakið töluverða athygli en í því má sjá heilt trampólín koma svífandi inn í bakgarð fólks og lenda þar á nokkuð fullkomnum stað.

Hér að neðan má sjá þetta magnaða myndband. 

Uppfært

Nokkrir lesendur Vísis hafa bent á að eitthvað athugavert sé við þetta ágæta myndband. Jú, það er spilað aftur á bak og sömuleiðis speglað. Upprunalega myndbandið, sem Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata benti á, má sjá hér að neðan til samanburðar.

Eru lesendur beðnir afsökunar á þessari trampólínvitleysu og við þökkum fyrir góðar ábendingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×