Fótbolti

Götze og Van der Vaart mestu vonbrigðin í þýsku deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van der Vaart fann sig ekki hjá Hamburg í vetur.
Van der Vaart fann sig ekki hjá Hamburg í vetur. vísir/getty
Mario Götze og Rafael van der Vaart ollu mestum vonbrigðum í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta á síðasta tímabili að mati leikmanna deildarinnar. Tímaritið Kicker stóð fyrir valinu eins og undanfarin ár.

Alls tóku 183 leikmenn þátt í valinu en að þeirra mati olli Van der Vaart mestum vonbrigðum en Götze var í 2. sæti.

Hlutskipti þeirra var ólíkt í vetur. Van der Vaart og félagar í Hamburg voru í tómum vandræðum og rétt náðu að bjarga sér frá falli með sigri á Karlsruher í umspilsleikjum. Hinn 32 ára gamli Van der Vaart skoraði fjögur mörk og gaf eina stoðsendingu í 24 leikjum á tímabilinu.

Götze var hins vegar hluti af meistaraliði Bayern München en þessi helsta vonarstjarna Þýskalands lék alla leiki Bayern í deildinni nema tvö, skoraði níu mörk og lagði fjögur upp til viðbótar.

Kevin-Prince Boateng, leikmaður Schalke 04, endaði í 3. sæti á listanum yfir vonbrigðaleikmenn tímabilsins.

Götze varð þýskur meistari með Bayern annað árið í röð.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×