Lífið

Góðmennt hjá Stefáni Mána

Litlu dauðarnir er fimmtánda bók Stefáns Mána.
Litlu dauðarnir er fimmtánda bók Stefáns Mána. MYND/ERNIR
Útgáfu bókarinnar Litlu dauðarnir eftir Stefán Mána, sem Sögur útgáfa gefur út, var fagnað í Eymundsson á Skólavörðustíg í gær. Góðmennt var við hófið þar sem höfundur las kafla upp úr bókinni við góðan orðstír.

Bókin hefur verið prentuð með þremur mismunandi bókarkápulitum og hefur það þegar vakið athygli. Kápurnar eru ýmist rauðar, gular eða grænar.

Litlu dauðarnir er fimmtánda bók höfundar sem verður sífellt vinsælli erlendis. Hann fékk nýverið verðlaun í Frakklandi fyrir skáldsögu sína Feigð.

Stefán Máni og Illugi Jökulsson.
Hildigunnur og Einar.
Erla Karlsdóttir, Heiðrún Ólafsdóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir.
Bókin var prentuð í þremur mismunandi litum. Stefán Máni áritar hér græna bók.
Stefán Máni fékk nýverið verðlaun í Frakklandi fyrir skáldsögu sína Feigð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×