Fótbolti

Góðar fréttir fyrir Aron | Nýr þjálfari Bandaríkjanna ætlar ekki að útiloka neinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. Vísir/Getty
Bruce Arena var í gær ráðinn nýr landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í fótbolta en hann tekur við starfi Jürgen Klinsmann.

Einhverjir höfðu áhyggjur af því að Bruce Arena ætlaði að hætta að velja leikmenn sem eru með tvöfalt ríkisfang eða væru fæddir utan Bandaríkjanna vegna ummæla hans frá því fyrir þremur árum.

Bruce Arena hélt því fram árið 2013 að bandaríska landsliðið næði engum framförum ef liðið væri alltaf að eltast við leikmenn fædda utan Bandaríkjanna.

Jürgen Klinsmann sannfærði Aron Jóhannsson um að spila frekur fyrir bandaríska landsliðið en það íslenska en þrátt fyrir að Aron sé með tvöfalt ríkisfang þá er óvíst hvort að hann falli undir áðurnefnda skilgreiningu Bruce Arena.

Aron fæddist nefnilega í Bandaríkjunum þótt að hann hafi síðan búið á Íslandi frá þriggja ára aldri og eigi íslenska foreldra.

Hvort sem er þá skiptir það engu máli lengur. Bruce Arena steig nefnilega fram í gær og tók til bara fyrrnefnd ummæli sín. Hann mun nota alla leikmenn í boði ef að þeir eru nógu góðir.

Það er því frammistaðan inn á vellinum sem mun ráða því hvort leikmenn komist í landslið Bruce Arena.

Aron fékk ekki að spila í síðustu tveimur leikjum liðsins undir stjórn Jürgen Klinsmann en var í hópnum í þeim báðum. Hann hefur skorað 4 mörk í 19 leikjum með bandaríska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×