Lífið

Góð tilfinning að útskrifast

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Útskriftarsýning Verkið Mæja's theory er eitt af átta útskriftarverkum sviðshöfundabrautar.
Útskriftarsýning Verkið Mæja's theory er eitt af átta útskriftarverkum sviðshöfundabrautar. vísir/Ernir
Það verður nóg um að vera um helgina þegar átta útskriftarnemar af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands hefja sýningar á verkum sýnum. Verkin eru fjölbreytt og verða sýningar víðsvegar um borgina.

Um helgina hefjast sýningar á verkum átta útskriftarnemenda af sviðshöfundabraut víðsvegar um Reykjavík. Nemendurnir eru að útskrifast með BA-gráðu frá sviðslistadeild Listaháskóla Íslands eftir þriggja ára nám.

„Tilfinningin er mjög góð, ég finn að við erum komin á þann stað, eða allavega ég er tilbúin að útskrifast eftir þrjú ár í námi,“ segir Mariann Hansen, ein útskriftarnemanna, en verk hennar ber nafnið Mæja's Theory og segir hún það hina einu sönnu sýningu um gular baunir og glatað innsæi.

Verkin eru fjölbreytt, allt frá sviðsetningu á internetinu til leiklesturs og leikstjórnarverkefna.

Útskriftarnemarnir eru þau Emelía Antonsdóttir Crivello, Eva Halldóra Guðmundsdóttir, Gígja Hólmgeirsdóttir, Guðmundur Felixson, Mariann Hansen, Viktoría Blöndal, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Þórdís Nadia Semichat.

Hvað? Útskriftarverk sviðshöfundabrautar

Hvar? Víðsvegar um Reykjavík Frekari upplýsingar á Lhi.is

Hvenær? Vikuna 22. til 29. maí

Ókeypis er á alla sýningarnar en panta þarf miða í gegnum netfangið midisvidslist@lhi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×