Lífið

Góð stemning í sólinni í Eyjum

Bongóblíða í Eyjum í dag.
Bongóblíða í Eyjum í dag. Mynd/Einkasafn
Mikil og góð stemning var á Húkkaraballinu í Vestmannaeyjum í gær þegar að Páll Óskar fór á kostum. Það fór fram á sama stað og í fyrra, í sund­inu milli aust­ur- og vest­ur­húss Fiskiðjunn­ar. Myndband af ballinu má sjá hér að neðan.

Þrátt fyrir fjölmargar og fjölbreyttar veðurfréttir þessa vikuna þá vöknuðu Þjóðhátíðargestir í glampandi sól og bongóblíðu í morgun, sem gefur tóninn fyrir það sem koma skal á 140. Þjóðhátíðinni. Myndirnar hér að neðan tala sínu máli.

Mikil aðsókn er á Þjóðhátíðina í ár en fyrir þá sem eru enn að íhuga að fara til Eyja er vakin athygli á laugardagspassanum. Hann er nánast eina leiðin fyrir fólk til að koma sér á Þjóðhátíð með Herjólfi en það er nánast uppselt í allar ferðir í dag og á sunnudaginn. 

Í sól og sumaryl.Mynd/Einkasafn
Dalurinn lítur vel út í sólinni.Mynd/Einkasafn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×