Lífið

Glanni glæpur hneykslaður á félagsmálaráðherranum

Glanni glæpur.
Glanni glæpur.

Stórleikarinn Stefán Karl Stefánsson, sem er þekktastur fyrir leik sinn sem Glanni glæpur, er stórhneykslaður á hlutafjáreign Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra sem Vísir greindi frá í dag.

Hann skrifar á Fésbókina sína: „Hvernig á þjóðin að treysta því að þessir þingmenn og ráðherrar starfi "hlutlaust" að málum sem tengjast bankahruninu þegar þeir eru jafnvel hluthafar í bönkum."

Stefán lætur þó ekki staðar numið þar því hann kallar á afsögn ráðherrans sem reyndist eiga ríflega fimm milljón króna stofnfjárhlut í Byr.

„Þetta þýðir að Árni verður að segja starfi sínu lausu, jafnvel þó svo að hann gæfi hlut sinn í Byr í góðgerðarmál, tengslin eru til staðar og það er ekki hluti af "Nýja Íslandi" segir Stefán á Fésbókinni og dregur hvergi úr, enda vongóður, líkt og aðrir Íslendingar, um að hér megi verða heiðarleg uppbygging á samfélagi sem hefur þurft að þola efnahagshrun.


Tengdar fréttir

Ráðherra á milljónahlut í Byr

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, er hluthafi í Byr en hlutur hans samkvæmt stofnfjáreign er 5,6 milljónir króna. Þetta kemur fram þegar rýnt er í upplýsingar um hagsmunatengsl þingmanna. Hefð virðist hafa myndast fyrir því að ráðherrar sem heita Árni eigi hlut í Byr því nafni hans Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, á einnig hlut í sparisjóðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×