Gjaldţrot ekki veriđ fćrri frá 2006

 
Innlent
06:00 08. JANÚAR 2016
Gjaldţrot ekki veriđ fćrri frá 2006

Gjaldþrot hafa ekki verið færri frá árinu 2006 sé miðað við fyrstu ellefu mánuði ársins. 564 fyrirtæki voru lýst gjaldþrota á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2015. Flest voru gjaldþrotin eftir hrunið árið 2011 þegar þau voru 1.442 frá janúar og út nóvember. Gjaldþrotum hefur því fækkað um 60 prósent á fjórum árum.

Gjaldþrot voru um 500-600 á árunum 2003-2007 en fjölgaði verulega eftir hrunið.

Flest hafa gjaldþrotin verið í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð frá hruni eða 22,1 prósent allra gjaldþrota á árunum 2008-2014. Næst koma gjaldþrot í flokknum heild- og smásöluverslun og viðgerðir á vélknúnum ökutækjum þar sem 18,5 prósent gjaldþrota áttu sér stað.

Gjaldþrot félaga í fasteignaviðskiptum námu 10,9 prósentum allra gjaldþrota og hluti gjaldþrota fyrirtækja í fjármála- og vátryggingastarfsemi var 8,2 prósent. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Gjaldţrot ekki veriđ fćrri frá 2006
Fara efst