Innlent

Geta ekki sinnt þjónustu við fatlað fólk

kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar
Vantar þrjá milljarða Í athugasemdum Sambands Íslenskra sveitarfélaga með fjárlögum ársins 2015 kom fram að það vantar rúma þrjá milljarða til reksturs málaflokks fatlaðs fólks.
Vantar þrjá milljarða Í athugasemdum Sambands Íslenskra sveitarfélaga með fjárlögum ársins 2015 kom fram að það vantar rúma þrjá milljarða til reksturs málaflokks fatlaðs fólks.
Fjórðungssamband Vestfjarða óskar eftir viðræðum við velferðarráðuneytið um að ríkið taki við málaflokki fatlaðs fólks á Vestfjörðum úr höndum sveitarfélaga.

Framlög til reksturs málaflokksins samkvæmt áætlunum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2014 og árið 2015 eru það mikið lægri en fjárhagsáætlanir sveitarfélaga gera ráð fyrir að sveitarfélög á Vestfjörðum telja sig ekki geta sinnt lögbundnum skyldum gagnvart þjónustuþegum á grundvelli þeirra.

Þjónusta við fatlað fólk var færð frá ríkinu til sveitarfélaganna árið 2011. Það er því á forræði hvers sveitarfélags fyrir sig að sjá til þess að fatlaðir íbúar njóti þeirrar þjónustu sem þeir eiga rétt á. Um risastóran málaflokk er að ræða og sveitarfélögin telja að það vanti rúma þrjá milljarða frá ríkinu til að hægt sé að standa undir þjónustu til fatlaðra íbúa þeirra. Það kom fram í athugasemdum Sambands íslenskra sveitarfélaga með fjárlögum ársins 2015.

Félagsmálaráðherra sagði í fréttum RÚV að það ekki komi ekki til greina að ríkið taki aftur við málefnum fatlaðs fólks. Enginn niðurskurður hafi verið til sveitarfélaganna vegna málaflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×