Lífið

Gera grín að tíu klukkutíma göngunni í New York

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndböndin hafa bæði vakið mikla athygli.
Myndböndin hafa bæði vakið mikla athygli. visir/skjáskot
Myndband af konu sem gengur um New York borg í tíu klukkustundir og verður fyrir töluverðu aðkasti á meðan hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum.

Nú hefur vefsíðan Funny or Die sett inn myndband af karlmanni í sömu aðstöðu og má sjá að viðbrögðin sem hann fékk eru gjörólík. Reyndar er um grín að ræða og er síðan mjög vinsæl um heim allan.

Samtökin Hollaback stóðu að upphaflega myndbandinu en þau hafa nú greint frá því að leikkonan sem tók að sér að labba um borgina hefur fengið nauðgunarhótanir á netinu vegna myndbandsins.

Hér að neðan má annarsvegar sjá grínmyndbandið og upprunalega myndbandið.


Tengdar fréttir

Fær nauðgunarhótanir í kjölfar myndbands

Leikkonan sem labbaði um New York og fékk yfir 100 athugasemdir frá karlmönnum á þeim tíma hefur fengið nauðgunarhótanir á netinu vegna myndbandsins sem tekið var upp á meðan hún gekk um borgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×