Lífið

Gera grín að Gauta og genginu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndbandið þykir virkilega vel heppnað.
Myndbandið þykir virkilega vel heppnað.
Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, gaf í gær frá sér nýtt myndband við lagið Reykjavík.

Lagið er á plötunni Vagg & Velta og þykir nokkuð vinsælt hér á landi í dag. Í myndbandinu má sjá rapparann upp á húsþökum um alla Reykjavíkurborg og er greinilega öllu tjaldað til í gerð myndbandsins.

Undir lok myndbandsins tekur Emmsjé Gauti falleg dansspor ásamt nokkrum félögum sínum úr hljómsveitunum Úlfur Úlfur og Agent Fresco og hefur verið gert nokkuð grín af því á samfélagsmiðlum.

Á Facebook og Twitter er búið að klippa út nokkurra sekúndna brot úr myndbandinu og setja önnur lög yfir. Sem dæmi má heyra lögin I Want It That Way með Backstreet Boys og Sandstorm með Darude undir eins og sjá má hér að neðan.

Gauti sjálfur er hæstánægður með uppátækið og hvetur sem flesta til að taka þátt í gríninu. Besta útgáfan fær nýju plötuna hans í verðlaun.

Hér fyrir neðan má síðan sjá myndbandið sjálft, með réttu lagi undir, en því var leikstýrt af Frey Árnasyni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×