Lífið

Gekk inn í beina útsendingu í leit að Pokémonum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt atvik
Skemmtilegt atvik vísir
Flestir ættu að kannast við Pokémon en fyrirbærið náði miklum vinsældum eftir 1995. Margir tengja það við Game Boy leikina sem áttu miklum vinsældum að fagna auk sjónvarpsþátta og safnspila en núna er fólk farið að spila tölvuleik með snjallsímum sínum þar sem fólk leitar af Pokémon köllum. Fréttablaðið var með ítarlega umfjöllun um leikinn í dag.

Þann 6. júlí síðastliðinn kom beta-útgáfa af snjall­símaleiknum Pokémon Go út og hefur hann vakið athygli um heim allan. Sem stendur er leikurinn ekki fáanlegur í gegnum App Store á Íslandi en með einföldum klækjum er hægt að verða sér úti um hann og eru þó nokkrir Íslendingar komnir á fullt á Pokémon-veiðar.

Sjá einnig: Á Pokémon-­veiðar með snjallsímanum

Leikurinn er spilaður um allan heim og er strax orðinn gríðarlega vinsæll. Skemmtilegt atvik átti sér stað í beinni útsendingu á sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum. Þá gekk fréttakona óvart í mynd þegar veðurfréttamaður greindi frá veðrinu í beinni útsendingu. Leikurinn er greinilega að hertaka fólk eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×