Lífið

Gauti valdi besta grínið og fékk höfundurinn verðlaun - Sjáðu öll myndböndin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Iðnaðarmaðurinn tók keppnina.
Iðnaðarmaðurinn tók keppnina. vísir
Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, gaf frá sér nýtt myndband við lagið Reykjavík í vikunni.

Lagið er á plötunni Vagg & Velta og þykir nokkuð vinsælt hér á landi í dag. Í myndbandinu má sjá rapparann upp á húsþökum um alla Reykjavíkurborg og er greinilega öllu tjaldað til í gerð myndbandsins.

Undir lok myndbandsins tekur Emmsjé Gauti falleg dansspor ásamt nokkrum félögum sínum úr hljómsveitunum Úlfur Úlfur og Agent Fresco og hefur verið gert nokkuð grín af því á samfélagsmiðlum.

Gauti sjálfur var hæstánægður með uppátækið og hvatti sem flesta til að taka þátt í gríninu á twitter og besta útgáfan fengi í verðlaun nýju plötuna hans í á vinyl. Fjölmargir tóku þátt en að lokum var það @Idnadarmadur, sem kallar sig Svona hljóð gaur á Twitter sem fór með sigur af hólmi.

Hann klippti saman lagið Sandstorm með Darude undir og tókst það heldur betur vel. Hér að neðan má sjá fjölmörg dæmi um gott grín.


Tengdar fréttir

Gera grín að Gauta og genginu

Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, gaf í gær frá sér nýtt myndband við lagið Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×