Lífið

Gátu ekki kyngt hákarlinum

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Þeir Andreas og Sam munu líklega aldrei fá sér hákarl aftur.
Þeir Andreas og Sam munu líklega aldrei fá sér hákarl aftur. Mynd/Skjáskot
Fæstum útlendingum finnst kæstur hákarl og eflaust nokkrir Íslendingar sem að þykir hann ekki góður. Þeir Andreas og Sam sem halda úti YouTube rásinni Unusual foods settu inn myndband á dögunum þar sem þeir smakka hákarl og skola honum niður með íslensku Brennivíni.

Þeim félögum þótti hákarlinn ekki góður og gátu hvorugur kyngt bitunum og kúguðust. Þeim fannst Brennivínið aftur á móti gott til þess að taka í burt óbragðið sem að hákarlinn skildi eftir sig. Myndbandið má sjá hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×