Innlent

Gæsluflugvél í Miðjarðarhafið

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Landhelgisgæslan fékk TF-SIF árið 2009.
Landhelgisgæslan fékk TF-SIF árið 2009. mynd/landhelgisgæslan
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, var flogið til Grikklands um liðna helgi vegna óvæntra verkefna á vegum Frontex, Landamæragæslu Evrópusambandsins.

„Til að byrja með verður flugvélin í Miðjarðarhafsverkefnum til 20. febrúar en til skoðunar er að þau verði framlengd þar til í lok mars. Þá kemur til greina að vélin sinni aftur verkefnum á svæðinu fyrir Frontex með haustinu,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni, sem kveðst hafa sent flugvélina utan í ljósi fjárhagsstöðu sinnar. „Beðið verður með frekari aðhaldsaðgerðir í rekstri stofnunarinnar uns endanleg niðurstaða um erlend verkefni á árinu liggur fyrir.“ 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×