Fleiri fréttir

Nýorkubílar 83,3 prósent nýrra seldra bíla í janúar

Hlutdeild nýorkubíla heldur áfram að aukast og nam hlutur þeirra alls 83,3% af heildarsölu nýrra bíla þar sem af er janúar. Hreinir rafbílar eru í efsta sæti með alls 36,9% hlutdeild, tengiltvinnbílar með 32,9% og hybridbílar 13,5%. Hlutdeild dísilbíla var 9,3% og bensínbíla 7,4%.

Daði hættir hjá Fossum mörkuðum

Daði Kristjánsson hefur látið af störfum hjá Fossum mörkuðum en hann mun taka við starfi framkvæmdastjóra hjá nýstofnuðu félagi, Viska Digital Assets ehf., sem vinnur að því að koma á fót sérhæfðum fagfjárfestasjóði með áherslu á rafmyntir og bálkakeðjutækni.

Sjö sinnum fleiri gistinætur í desember

Gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fjölgaði um 55% í fyrra og voru 5,1 milljón samanborið við 3.3 milljónir árið 2020. Íslenskar gistinætur voru um 40% gistinátta eða um 2,0 milljónir en voru 1,5 milljónir á fyrra ári. Um 60% gistinátta voru erlendar eða um 3,1 milljón samanborið við 1,8 milljónir árið áður.

Óttast að ferða­­þjónustunni blæði út

Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar.

Jón Þórisson snýr aftur og tekur við sem forstjóri Torgs

Jón Þórisson hefur tekið við sem forstóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla. Jón er fyrrverandi aðalritstjóri Torgs og tekur við af Birni Víglundssyni sem sagði starfi sínu lausu í nóvember síðastliðnum.

Verðbólga í hæstu hæðum

Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands.  Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012.

Ráðin markaðs­stjóri RV

Harpa Grétarsdóttir hefur verið ráðin nýr markaðsstjóri Rekstrarvara, RV. Hún tekur við starfinu af Kristbirni Jónssyni sem verður yfirmaður heilbrigðissviðs og gæðastjóri fyrirtækisins.

Fangelsi og 60 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar skatta­laga­brot

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt mann í sex mánaða fangelsi og greiðslu sextíu milljóna króna sektar fyrir meiri háttar brot á skattalögum og peningaþvætti í rekstri einkahlutafélags. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingar haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár.

Salt­Pay greiðir rúm­lega 44 milljóna króna sekt

Greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay hefur náð samkomulagi um að gangast undir sátt við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME), en sáttin felst í að félagið greiði FME sekt sem nemur alls 44,3 milljónum króna.

Hag­kaup frestar Dönskum dögum í ljósi að­stæðna

Stjórnendur Hagkaups hafa tekið ákvörðun um að fresta fyrirhöguðum Dönskum dögum um óákveðinn tíma í ljósi aðstæðna. Líkt og frægt er orðið töpuðu Danir fyrir Frökkum í mikilvægum leik á EM í handbolta í gærkvöldi en með sigri Dana hefðu Íslendingar komist í undanúrslitin.

Tekur við stöðu fram­kvæmda­stjóra brand­r

Ása Björg Tryggvadóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra brandr. Hún starfaði áður sem markaðsstjóri Bestseller ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Bein út­sending: Janúar­ráð­stefna Festu 2022

Janúarráðstefna Festu 2022 fer fram í dag milli klukkan 9 og 12 en um er að ræða stærsta árlega sjálfbærnivettvangur á Íslandi. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan.

Stóra bíla­salan braut lög

Fullyrðingar Stóru bílasölunnar ehf. um að boðið væri upp á allt að 100% lán fyrir kaupum á smájeppa voru villandi, að mati Neytendastofu og hið sama á við óskýran verðsamanburð við bíla hjá samkeppnisaðilum.

Hafa stefnt Al­mennri inn­heimtu og eig­anda fé­lagsins

Neytendasamtökin hafa stefnt lögmanninum Gísla Kristbirni Björnssyni, fyrirtæki hans Almennri innheimtu ehf. og tryggingafélaginu Verði vegna smálánainnheimtu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Út­lit fyrir myndar­legan hag­vöxt, hjaðnandi verð­bólgu og hærri stýri­vexti

Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári.

Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair

Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020.

Flytja inn eldaðan Popcorn kjúkling

Átján tonna tollkvóti sem KFC á Íslandi fékk úthlutað í desember fyrir innflutning á unnum kjötvörum verður nýttur til að flytja inn svonefndan Popcorn kjúkling sem kemur fulleldaður frá Bretlandi.

KFC vill flytja inn á­tján tonn af bresku kjöti

Skyndibitakeðjan KFC fékk í desember úthlutað átján tonna tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum frá Bretlandi. Um er að ræða allan kjötkvóta sem úthlutað var í útboðinu en KFC fær hann á meðalverðinu 599 krónur á kílóið. 

„Alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjarg­brúninni“

Veitingastaðnum Bike Cave í Skerjafirði hefur verið lokað um óákveðinn tíma. Hjördís Andrésdóttir, eigandi Bike Cave, segir að persónulegar frekar en rekstrarlegar ástæður ráði för en mikil óvissa hafi fylgt faraldrinum.

„Ég segi bara húrra Ísland“

Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út.

Travel Connect nýr risi á íslenskum markaði

Móðurfélag Nordic Visitor, Iceland Travel og Terra Nova hefur hlotið nafnið Travel Connect. Við sameininguna verður til eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins.

Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila

Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan.

Auður ráðin gæða­stjóri Dis­ti­ca

Auður Aðalbjarnardóttir hefur verið ráðin gæðastjóri eða faglegur forstöðumaður hjá Distica. Hún tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Innviðagjald borgarinnar fer fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni verktakafyrirtækisins Sérverks ehf. í máli fyrirtækisins gegn Reykjavíkurborg, þar sem fyrirtækið krafði borgina um endurgreiðslu á um 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð.

Bein út­sending: Út­boðs­þing Sam­taka iðnaðarins

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag á milli 13 og 15. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og fæst því gott yfirlit yfir helstu útboð ársins.

Biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði umdeild auglýsing

Markaðsstjóri Kjarnafæðis biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði auglýsing fyrirtækisins um þorramat. Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða.

Tryggvi Þór lætur af störfum sem forstjóri RARIK

Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann verður þó áfram starfsmaður RARIK og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra og enn fremur í sérstökum verkefnum.

Bein út­sending: Af­hending Ís­lensku á­nægju­vogarinnar

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða birtar í dag. Þetta er í tuttugasta og þriðja skipti sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni verða birtar niðurstöður fyrir tólf atvinnugreinar og hafa þær sjaldan verið fleiri.

Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum

Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum.

Opin Kerfi og Premis sameinast

Framtakssjóðurinn VEX I, sem keypti í desember allt hlutafé í Opnum Kerfum, og hluthafar upplýsingatæknifélagsins Premis hafa undirritað samning um að sameina félögin og eignarhald þeirra. Sameiningin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Sjá næstu 50 fréttir