Fleiri fréttir

Hvers vegna þurfum við að sofa?

Svefn er áhugavert fyrirbæri. Salvador Dali var með þráhyggju fyrir sköpunarmætti svefns sem sést berlega í draumkenndum verkum hans og Richard Wagner var þekktur fyrir að nota svefn til að fá hugmyndir að óperum. Aðrir hafa keppst við að slá heimsmet í vöku. Peter Tripp sturlaðist eftir að hafa vakað í átta daga árið 1959 en betur fór fyrir Randy Garner sem árið 1967 var vakandi í ellefu daga. Á meðan keppnin stóð yfir sýndu þeir einkenni svefnskorts á háu stigi: athyglisbrest, einbeitingarleysi, minnisleysi, rugl, ofskynjanir og skapgerðarbreytingar.

Hvernig minnka ég plastnotkun?

Allt plast sem hefur verið framleitt er enn til í einni eða annarri mynd. Í raun eyðist plast ekki heldur verður það að sífellt minni ögnum sem kallast örplast. Stór hluti af framleiddu plasti endar í sjó eða vatni, skemmir lífríki og getur valdið dauða dýra.

Erfitt að bera sig saman við Photoshop

Lára Rúnarsdóttir heldur námskeið í kvíðastjórnun fyrir unglinga með kundalini jóga. Íslenskar samfélagsmiðlastjörnur, sem nota Photoshop, sýna falska mynd. Samanburðurinn gangi frá mörgum.

Þarf ég að taka vítamín á veturna?

Takk fyrir spurninguna. Ef þú borðar mikið af ávöxtum, grænmeti, heilkornavörum, sjávarfangi, baunum, hnetum og jurtaolíum ættir þú að fá nóg af vítamínum með fæðunni, fyrir utan D-vítamín sem við þurfum að taka daglega sem fæðubót. Konur í barneignahugleiðingum þurfa auk þess að taka inn fólasín til að minnka líkur á miðtaugakerfisgöllum hjá fóstri.

Hvernig tekst ég á við skammdegið?

Mikilvægt er að hafa eitthvað til að hlakka til yfir dimmasta árstímann. Taktu frá tíma til að sinna því sem þú elskar að gera – og leyfðu þér að hlakka til þess! Hafðu frumkvæði að því að skipuleggja hittinga með þeim sem þér finnst gefandi að umgangast. Góðar samverustundir með skemmtilegu fólki geta virkað eins og bestu vítamínsprautur í skammdeginu.

Er í lagi að gefa börnum melatónín?

Læknar og vísindamenn hafa haft áhyggjur af að melatónín geti truflað hormónabúskap barna því melatónín tengist æxlunartíma sumra dýra. Það hafa ekki fundist neinar vísbendingar um slík áhrif hjá mönnum. Melatónín hefur þvert á móti reynst talsvert öruggt.

Sársaukinn hefur mörg andlit

Málþingið Svipbrigði sársaukans verður haldið í Háskóla Íslands dagana 1. til 3. september. Þar kemur saman fólk úr ólíkum fræðigreinum og ræðir um sársauka og þjáningu frá ýmsum hliðum.

Æfa af krafti á meðgöngu

Tvíburasysturnar Elín og Jakobína Jónsdætur eru afar samstíga. Þær eiga báðar þriggja ára drengi og eiga báðar von á sínu öðru barni. Að þessu sinni eru rúmar sex vikur á milli og aftur er von á drengjum.

Dansað af gleði

Anna Claessen hefur dansað í gegnum lífið og kennt jazzballett, brúðarvals og zumba. Hún mun kynna sjóðheitt jallabina fyrir Frónbúum í vetur.

Sjá næstu 50 fréttir