Fleiri fréttir

Partýdýr: Svartbjörn mætir óvænt í partý til plötusnúðs

Bandarískur plötusnúður að nafni Jody Flemming var með netstreymi frá heimili sínu í Asheville, Norður-Karólínu, nú á dögunum. Þetta er nú ekki í frásögu færandi nema hvað að gjörningurinn vakti greinilega áhuga fleirri en netverja þar sem svartbjörn sést í myndbandinu renna á hljóðið og gera sig líklegan til að mæta í partýið.

Steingrímur J. kynntur sem Guðni Th.

Mistök voru gerð við útsendingu þingfundar í dag þar sem Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis var titlaður sem Guðni Th. Jóhannesson, framsögumaður Vinstri Grænna.

Úr Hollywood í „Holly­boob“

Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið sex manns fyrir að hafa breytt hinu víðfræga Hollywood-skilti, þannig að merking þess varð heldur önnur. Skiltinu var breytt þannig að það myndaði orðið „Hollyboob,“ eða „Holly-brjóst.“

Íslendingar sem enduðu óvart á mynd

Oft á tíðum vekja tíst mikla athygli og það má með sanni segja þegar maður að nafni Chris Grosse bað notendur Twitter að birta mynd þar sem fólk er í raun óvart inni á ljósmyndinni.

Leikarinn Dustin Diamond látinn 44 ára að aldri

Bandaríski leikarinn Dustin Diamond er látinn, 44 ára að aldri. Diamond er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Saved by the Bell sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar.

„Eftir að ég skoðaði augun á honum sá ég að hann var látinn“

Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo, er einn þekktasti húðflúrari landsins. Fjölnir hefur í gegnum tíðina unnið langa vinnudaga og húðflúrað ótal manns og hann hefur tekið tímabil þar sem greiðslurnar voru ekki bara peningar en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans.

Leikarinn Hal Hol­brook fallinn frá

Bandaríski leikarinn Hal Holbrook er látinn, 95 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Beverly Hills fyrir um viku síðan, en hann var þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk rithöfundarins Mark Twain í sýningunni Mark Twain Tonight!

„Stjarna okkar kynslóðar“ fallin frá 34 ára að aldri

Skoska tónlistarkonan og pródúsentinn SOPHIE lést aðfaranótt laugardags, 34 ára að aldri. Samkvæmt yfirlýsingu frá útgefanda hennar Transgressive rann hún og féll eftir að hafa klifrað upp til að virða fyrir sér fulla tunglið. 

„Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana“

Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta og ólympíuverðlaunahafi hvetur vini sína og fylgjendur til að senda sér línu ef það er að burðast með eitthvað og finni engan til að ræða við. Enginn eigi að burðast einn með sársauka. Hann hafi fyrst átta ára velt fyrir sér að svipta sig lífi. Hann hafi verið fangi eigin hugsana.

„Ég er svolítið að henda mér í djúpu laugina“

Í gær kynnti tónlistarrisinn Sony um nýtt útgáfumerki á sínum vegum, XXIM Records. Fyrsti listamaðurinn sem útgáfufyrirtækið kynnir er hin íslenska Eydís Helena Evensen, píanóleikari og tónskáld frá Blönduósi.

Nýtt myndband frá GusGus

Sveitin GusGus frumsýndi nýtt myndband við lagið Stay The Ride á miðnætti í gærkvöldi.

Selja aðeins 39 eintök

Sýningin Vertu úlfur var frumsýnd fyrir skemmstu í Þjóðleikhúsinu. Í tengslum við hana var gefin út vínylplata í takmörkuðu upplagi með tónlist úr sýningunni. Platan er til sölu í Þjóðleikhúsinu og ágóðinn mun renna óskiptur til Geðhjálpar.

Áslaug Arna mun ræða við Ashley Graham

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur farið sjálf af stað með lið á Instagram-síðu sinni sem ber heitið Fimmtán mínútur með framúrskarandi fólki.

Byssan Cobra algjör bylting í slökkvistarfi

Hvers vegna í ósköpunum ætti nokkur að vilja hlaupa inn í brennandi byggingu? Slökkviliðsmennirnir í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hlakka til hvers dags og eru spenntir fyrir nýrri byssu sem þeir nota til að slökkva elda.

Euro­vision-lag Daða Freys frum­flutt 13. mars

Framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí verður frumflutt 13. mars. Daði Freyr og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands að þessu sinni, en líkt og alkunna er var Eurovision aflýst á síðasta ári vegna heimsfaraldursins. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu þar að vera fulltrúar Íslands með laginu Think About Things.

Page og Portner skilja

Leikarinn Elliot Page og Emma Portner hafa ákveðið að skilja og fara í sitthvora áttina.

Sjá næstu 50 fréttir