Fleiri fréttir

Svo gott sem úr leik eftir tap í fram­lengingu

Daníel Freyr Andrésson og félagar í Guif eru í slæmum málum eftir tap gegn Sävehof í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Lokatölur 31-28 Sävehof í vil í framlengdum leik og toppliðið þar með 2-0 yfir í einvíginu.

Aron Kristjáns fer á Ólympíuleikana

Aron Kristjánsson, þjálfari toppliðs Hauka í Olís-deild karla í handbolta, verður einn þeirra íslensku þjálfara sem fara á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar.

„Basti elskar líka að koma öllum á óvart“

Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, stýrði liðinu til sigurs í sjöunda sinn á tímabilinu í Olís deildinni í síðustu umferð en Seinni bylgjan ræddi nýjungar hans í leiknum.

Ómar Ingi frá­bær í öruggum sigri Mag­deburg

Magdeburg vann átta marka útisigur á Eurofram Pelister frá Norður-Makedóníu í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, lokatölur 24-32. Fyrr í kvöld höfðu Íslendingalið GOG og Rhein-Neckar Löwen einnig unnið sína leiki.

Búin að gráta mikið en get leitað í marga reynslubanka

„Ég er afskaplega sorgmædd yfir þessu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, handboltakona ársins 2020. Allt bendir til þess að hún hafi slitið krossband í hné í leiknum gegn Norður-Makedóníu í Skopje síðasta föstudag.

Gísli fór úr axlarlið og tímabilið búið

Gísli Þorgeir Kristjánsson fór úr axlarlið í leik Magdeburg og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Hann þarf að fara í aðgerð og spilar ekki meira á þessu tímabili.

Þrír íslenskir sigrar í þýska boltanum í dag

Það var fjöldinn allur af Íslendingum í eldlínunni í þýska handboltanum í dag. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson unnu fimm marka sigur með Magdeburg, Bjarki Már Elísson var næst markahæstur í naumum sigri Lemgo og Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu sjö marka sigur.

Viktor Gísli og GOG á toppi dönsku deildarinnar

GOG endurheimti toppsætið í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta með sjö marka sigri gegn Fredericia í dag. Lokatölur 37-30 og Viktor Gísli átti góðan leik í marki GOG, varði 18 bolta og skoraði meira að segja eitt mark.

Sunna ekki með gegn Litháen

Arnar Pétursson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins, hefur tilkynnt þá 15 leikmenn sem taka þátt í mikilvægum leik gegn Litháen í kvöld. Sunna Jónsdóttir meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Grikklandi í gær og getur því ekki spilað í kvöld.

Sjö íslensk mörk og Kristianstad skrefi nær undanúrslitum

Kristianstad sigraði Malmö í öðrum leik 8-liða úrslita sænska handboltans, lokatölur 31-28. Ólafur Guðmundsson skoraði sex mörk og Teitur Örn Einarsson eitt þegar Kristianstad kom sér einu skrefi nær undanúrslitum, en vinna þarf þrjá leiki til að komast þangað.

Saga Sif kemur inn fyrir Steinunni

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðisins í handbolta, verður ekki með þegar liðið mætir Grikklandi í kvöld. Steinunn meiddist þegar stelpurnar töpuðu gegn Norður Makedóníu í gærkvöldi. Saga Sif Gísladóttir kemur inn í hópinn í hennar stað og gæti spilað sinn fyrsta landsleik.

Steinunn ekki meira með í Skopje

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Íslands, verður væntanlega ekki meira með íslenska liðinu í Skopje í Norður-Makedóníu.

Sjá næstu 50 fréttir