Fleiri fréttir

Oli­ver á láni til ÍA

Oliver Stefánsson hefur samið um að leika með uppeldisfélagi sínu ÍA í efstu deild karla í knattspyrnu í sumar. Hann kemur á láni frá sænska félaginu IFK Norrköping. ÍA greindi frá á samfélagsmiðlum sínum.

FH vill fá hægri bak­vörð Kefla­víkur

FH vantar hægri bakvörð eftir að Hörður Ingi Gunnarsson var seldur til Sogndal í Noregi. Hafnfirðingar horfa til Keflavíkur í leit að leikmanni til að fylla skarð Harðar Inga.

Of­fram­boð á sóknar­þenkjandi mönnum í Víkinni

Einhverstaðar stendur „sókn er besta vörnin“ og það virðist sem nokkur lið í efstu deild karla í knattspyrnu stefni á að fara eftir þeirri hugmyndafræði í sumar. Íslandsmeistarar Víkings eru þar á meðal.

Ísak Berg­mann sá um Blika: Sjáðu mörkin

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvívegis er FC Kaupmannahöfn lagði Breiðablik í markaleik á æfingamótinu Atlantic Cup sem nú fer fram í Portúgal. Lokatölur 4-3 Kaupmannahafnarliðinu í vil.

Tvíburarnir frá Sandgerði á Selfoss

Tvíburasysturnar Katla María og Íris Una Þórðardætur eru gengnar í raðir Selfoss frá Fylki. Þær skrifuðu undir tveggja ára samning við Selfoss.

KRR viðurkennir mistök og biður Þróttara afsökunar

Forráðamenn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, KRR, hafa sent frá sér yfirlýsingu og viðurkennt að mistök voru gerð þegar Þrótturum voru ekki afhent verðlaun í gærkvöld eftir að hafa orðið Reykjavíkurmeistarar kvenna í fótbolta.

„Dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing“

„Ég hefði alltaf haldið að við myndum fá bikarinn afhentan eftir leikinn því ég held að það sé nú þannig í langflestum öðrum keppnum,“ segir Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði nýrra Reykjavíkurmeistara Þróttar í fótbolta.

Meistararnir keyptu Ara frá Ítalíu

Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa fest kaup á knattspyrnumanninum unga Ara Sigurpálssyni sem er uppalinn hjá HK en kemur til Víkinga frá Bologna á Ítalíu.

Vig­dís Edda fer úr Kópa­vogi til Akur­eyrar

Efstu deildarlið Þórs/KA hefur staðfest komu Vigdísar Eddu Friðriksdóttur en hún hefur leikið með Breiðabliki undanfarin tvö ár. Alls lék hún 35 mótsleiki fyrir Blika, þar af sex í Meistaradeild Evrópu.

Vestri reyndi við kanónur íslenskrar knattspyrnu

Þjálfarinn sem kom Íslandi á HM í fyrsta sinn og fyrrverandi Evrópumeistari með Barcelona eru á meðal þeirra sem forráðamenn Vestra hafa boðið að taka við þjálfun liðsins eftir að Jón Þór Hauksson fór óvænt til ÍA.

Leiknir heldur áfram að stækka hópinn

Leiknir Reykjavík hefur samið við hinn unga Róbert Hauksson til ársins 2024. Róbert er tvítugur sóknarmaður sem gengur í raðir Leiknis frá Þrótti Reykjavík.

KA sækir bak­vörð til Belgíu

KA hefur ákveðið að sækja belgískan vinstri bakvörð fyrir átök sumarsins í efstu deild karla í knattspyrnu hér á landi.

Lengjubikarinn sýndur á Stöð 2 Sport

Knattspyrnusamband Íslands og Stöð 2 Sport hafa gert samkomulag um að sýnt verði frá A-deildum deildarbikarkeppni karla og kvenna, Lengjubikarnum, á Stöð 2 Sport.

Finnur Orri aftur til FH

Finnur Orri Margeirsson er genginn í raðir FH frá Breiðabliki sem hann lék með á síðasta tímabili.

Qvist til liðs við Breiða­blik

Danski varnarmaðurinn Mikkel Qvist hefur samið við Breiðablik og mun leika með liðinu næsta sumar. Hann kemur til félagsins frá AC Horsens í Danmörku.

Alexander Helgi ekki með Breiða­bliki í sumar

Miðjumaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson mun ekki spila með Breiðabliki í sumar. Hann hefur samið við sænska þriðju deildarfélagið Vasalunds um að leika með liðinu meðan hann stundar nám í Svíþjóð.

Nýliðarnir fá reggísveiflu í vörnina

Afturelding hefur tryggt sér góðan liðsstyrk fyrir komandi leiktíð í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Félagið hefur samið við jamaísku landsliðskonuna Chyanne Dennis.

ÍA fékk Dana og Svía frá Val

Knattspyrnufélagið ÍA hefur samið við tvo nýja leikmenn um að spila með liðinu næstu tvö árin en báðir léku með Val á Hlíðarenda síðustu leiktíð.

Blásið til sóknar á Hlíðar­enda

Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið hér á landi fari af stað þá er aldrei of snemmt að spá í spilin. Eftir skelfingartímabil á síðasta ári hafa Valsmenn blásið í herlúðra og virðist sem markmiðið sé einfaldlega að skora meira en hinir.

Valur vann KR 12-0

Íslandsmeistarar Vals sýndu styrk sinn í fyrsts mótsleik sínum á nýju ári þegar þær unnu risasigur á nágrönnum sínum í Vesturbænum.

FH fær liðsstyrk úr Breiðholti

Knattspyrnumaðurinn Máni Austmann Hilmarsson er genginn í raðir FH frá Leikni R. og hefur skrifað undir samning við Hafnarfjarðarfélagið sem gildir til næstu tveggja ára.

Finnur Tómas hjá KR næstu árin

Finnur Tómas Pálmason, sem þessa dagana er með íslenska landsliðinu í fótbolta í Tyrklandi, hefur skrifað undir samning til fjögurra ára við KR.

Sandra María komin aftur heim

Fótboltakonan Sandra María Jessen er gengin í raðir Þórs/KA á ný eftir þrjú ár hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Sjá næstu 50 fréttir