Fleiri fréttir

Óþolandi staða

Efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs sem þarf að hafa burði til þess að bera saman afurðaverð á erlendum mörkuðum og afurðaverð hér á landi. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Von á niðurstöðu um eittleytið

Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt.

Einn greindist utan sóttkvíar

Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars.

Katrín og Bjarni útiloka ekki samstarf næstu fjögur árin

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útiloka ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þeim þykir báðum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa gengið vel.

Þessar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tók gildi á miðnætti. Reglur haldast að mestu óbreyttar frá því sem fyrir var, utan þess að skerpt er á skráningu gesta á viðburði, veitingar eru bannaðar í hléi og gæta þarf betur að sóttvörnum við hlaðborð.

Níu skotáverkar á líkama hins látna

Í bráðabirgðaskýrslu réttarmeinafræðings vegna réttarkrufningar á Armando Beqirai, mannsins sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar, kemur fram að hann hafi hlotið níu skotáverka, meðal annars í höfuð, bol og lífsnauðsynleg líffæri. Þá fundust níu skothylki á vettvangi glæpsins.

Helga Sigríður skipuð rektor MS

Helga Sigríður Þórsdóttir hefur verið skipuð rektor Menntaskólans við Sund. Hún hefur verið konrektors skólans frá árinu 2017 en áður starfaði hún sem deildarstjóri og aðstoðardeildarstjóri við leikskóla í Noregi.

Tólf bítast um sjö sæti í stjórn Varðar

Tólf gefa kost á sér til stjórnar Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Jón Karl Ólafsson gefur einn kost á sér til formanns Varðar og verður hann því sjálfkjörinn á aðalfundi fulltrúaráðsins sem fram fer klukkan 11 í dag.

Börnin verða flutt úr Fossvogsskóla

Stefnt er að því að finna nýtt húsnæði undir kennslu fyrir nemendur í Fossvogsskóla frá og með mánudegi. Börnin munu ekki þurfa að mæta aftur í húsnæði skólans og er nú unnið að skipulagi.

Reyna að brjóta upp á fábreyttan hversdagsleikann

Strangar sóttvarnaraðgerðir eru enn í gildi í Danmörku þótt nokkur skref hafi verið stigin til afléttingar. Íslendingar í Kaupmannahöfn sakna þess meðal annars hvað helst að komast á barinn, á veitingastaði og vona að landamæri verði opnuð sem fyrst.

Hinn á­kærði metinn ó­sak­hæfur

Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg síðasta sumar, er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna.

Hæsta íbúðarhúsið á Suðurlandi í byggingu á Selfossi

Hæsta íbúðarhúsið á Suðurlandi er nú að rísa en það er sex hæða blokk upp á tæpa nítján metra á Selfossi. 35 íbúðir verða í blokkinni en nú þegar er búið að taka 26 íbúðir frá þrátt fyrir að engin íbúð hafi verið auglýst til sölu enn þá.

Nýjar landamærareglur á Íslandi einsdæmi í Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að gefið verði út samevrópskt rafrænt grænt vottorð fyrir alla íbúa evrópska efnahagssvæðisins sem staðfesti stöðu þeirra gagnvart COVID-19. Nýjar reglur varðandi vottorð ferðamanna utan Schengens sem taka gildi á morgun eru einsdæmi innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Kæra rekstur spilakassa til lögreglu verði starfseminni ekki hætt

Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið veittur nokkurra daga frestur til þess að hætta rekstri spilakassa, annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fólk sem hafi jafnvel misst aleiguna vegna meintrar ólöglegrar starfsemi muni jafnframt krefjast bóta.

Bein út­­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að gefið verði út samevrópskt rafrænt grænt vottorð fyrir alla íbúa evrópska efnahagssvæðisins sem staðfesti annað hvort mótefni við kórónuveirunni eða bólusetningu.

Les tuttugu stiga hita af mælinum í Hallormsstað

Íbúi í Múlaþingi vekur athygli á því að hitamælirinn í garði hans sýni tuttugu gráður í dag. Veðurstofan spáði töluverðum hita á Austurlandi í dag og sú spá hefur ræst og gott betur.

Mummi reynir að koma vitinu fyrir páfa

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ritað hans heilagleika, Frans páfa í Vatíkaninu, opið bréf þar sem hann fer vinsamlegast fram á að hann dragi til baka ákvörðun um að samband samkynhneigðra para njóti ekki blessunar kaþólsku kirkjunnar.

Guðjón hættir á þingi

Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar mun ekki gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem haldið verður nú í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðjóni sem send var fjölmiðlum nú síðdegis.

Rósa Björk: Ætlum við að klúðra stöðunni?

Svandís Svavarsdóttir segir löngu tímabært að Íslendingar fái upplýsingar um afhendingaráætlun bóluefna fyrir næsta ársfjórðung. Gert er ráð fyrir að fjörutíu og þrjú þúsund manns verði bólusettir í lok mánaðarins.

Einn lagður inn með Covid í nótt

Einn var lagður inn á Landspítala vegna Covid-sýkingar í nótt. Innlögnin er sú fyrsta vegna Covid í nokkrar vikur, að sögn yfirlæknis. Enginn lá inni á spítalanum með Covid í gær.

Líklegast að skaðvaldurinn hafi verið rekaviðardrumbur

Betur fór en á horfðist þegar leki kom að farþegabátnum Bjarma á fimmta tímanum í gær. Tökulið breska ríkisútvarpsins BBC, sem var í bátnum, var híft um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í varúðarskyni í gærkvöldi. Eigandi bátsins segir engan bilbug á hópnum en hann fékk engu að síður áfallahjálp. Talið er að báturinn hafi keyrt á rekaviðardrumb.

Starf­semi Stjórn­stöðvar ferða­mála lokið

Starfsemi Stjórnstöðvar ferðamála er nú lokið er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, stýrði lokafundi hennar í gær. Stjórnstöðin hefur verið starfrækt frá árinu 2015 og var ætlað að starfs í fimm ár.

Í stórum dráttum sáttur við niðurstöðuna og áfrýjar ekki

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, ætlar ekki að áfrýja niðurstöðu í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn dóttur sinni Aldísi Schram, fjölmiðlamanninum Sigmari Guðmundssyni og Ríkisútvarpinu til réttargæslu.

Vanmetinn „hálftími hálfvitanna“

Umræður um störf þingsins fara nú fram einu sinni í viku en ekki tvisvar eftir að skipulagi þingvikunnar var breytt í tilraunaskyni. Þingmaður Pírata gerir athugasemd  við það og segir umræðuna dýrmæta fyrir lýðræðið.

Eftirlit tekið upp á innri landamærum Íslands

Eftirlit verður tekið upp á innri landamærum Íslands eftir að fólki utan Schengen svæðisins sem hefur verið bólusett gegn Covid 19 verður leyft að koma til landsins. Yfirlögregluþjónn segir þetta auðvelda eftirlit með þeim sem koma til Íslands og frávísun þeirra sem ekki megi koma hingað.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við yfirlögregluþjóninn á Keflavíkurflugvelli sem býr sig nú undir að taka við auknum fjölda farþega frá ríkjum utan Schengen eftir að ríkisstjórnin heimilaði komu þeirra sem þegar hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni.

Lögregla fór á svig við lög á Facebook

Móttaka lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum í gegnum Facebook samrýmist ekki lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Þetta er niðurstaða Persónuverndar.

Enginn greindist með Covid innanlands

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir greindust á landamærum, þar af tveir með virkt smit en beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá hinum tveimur. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is.

Sjá næstu 50 fréttir