Skoðun

Gætir þú lifað af ör­orku­bótum?

Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Gaman væri að einhver gerði tölvuleik (app) þar sem fólk gæti spreytt sig á að lifa á örorkubótum.

Það væri mjög gaman að sjá alþingismenn spreyta sig á því og ætti að gera að skildu.

Það mætti setja allskonar skemmtilegar áskoranir inn, til að velja úr: Húsleiga, börn, lyfjakostnaður, allskonar óvænt útgjöld, íþrótta og tómstundastarf barna, alveg endalausir möguleikar.

Hér er grunnur til að byggja á, það er engin möguleiki á aukatekjum eða annari innkomu, nema lánum eða gjöfum frá hjálparsamtökum.

Örorkulífeyrir, á ekki maka, býr ein, ekkert barn, aldur við fyrstu örorku 18 ára, 100% skattkort, engar aðrar tekjur.

Greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði

  • Örorkulífeyrir 63.020 kr.
  • Aldursviðbót 63.020 kr.
  • Tekjutrygging 201.807 kr
  • Heimilisuppbót 68.213 kr.
  • Framfærsluuppbót 66.920 kr.
  • Samtals frá TR fyrir skatt 462.980 kr.

  • Frádreginn skattur (1. og 2. skattþrep) 146.841 kr.
  • Persónuafsláttur af greiðslum TR 64.926 kr.
  • Samtals frá TR eftir skatt 381.065 kr

  • Örorkulífeyrir samkvæmt nýju greiðslukerfi 467.000 kr fyrir skatt
  • Breyting: +4.020 kr á mánuði
  • Gert er ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. september 2025

Örorkulífeyrir, á maka, býr ekki ein, ekkert barn, aldur við fyrstu örorku 18 ára, 100% skattkort, engar aðrar tekjur.

Greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði

  • Örorkulífeyrir 63.020 kr.
  • Aldursviðbót 63.020 kr.
  • Tekjutrygging 201.807 kr.
  • Framfærsluuppbót 48.881 kr.
  • Samtals frá TR fyrir skatt 376.728 kr.

  • Frádreginn skattur (1. og 2. skattþrep) 118.594 kr.
  • Persónuafsláttur af greiðslum TR 64.926 kr.
  • Samtals frá TR eftir skatt 323.060 kr

  • Örorkulífeyrir samkvæmt nýju greiðslukerfi 410.000 kr fyrir skatt
  • Breyting: +33.272 kr á mánuði
  • Gert er ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. september 2025

Reiknivél af vef Tryggingarstofnun 

Reiknivél Umboðsmanns skuldara, Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara

Reiknivél vegna fyrirhugaðra breytinga á örorkulífeyriskerfinu

Góða skemmtun.

P.S. Þetta eru raun tölur sem raunverulegt fólk þarf að lifa við og á ekki aðra möguleika, það velur sér engin að lifa við þessi kjör.”

Höfundur er öryrki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Verður þér að góðu?

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, ,Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifar

Sjá meira


×